Innritun

Staðfest innritun

Eftir að innritun hefur verið staðfest fær nemandi póst frá skólanum með ýmsum upplýsingum.

Ábyrgðir, undirskriftir og reglur

Nýnemar á heimavist skulu hafa lokið við að undirrita ábyrgðaryfirlýsingar vegna heimavistar- og skólareglna og skjölum sem tengjast fjármálum og viðskiptareikningi við mötuneytið. Sjá hnapp hér til hliðar.

Athugið að foreldri/forráðamaður þarf að undirrita tvö skjöl en nýneminn eitt. Það er því nauðsynlegt fyrir nemendur að ná sér í rafræn skilríki en hægt er að nálgast þau í sínum banka.

Skólasóknarreglur og heimavistarreglur er aðgengilegar á heimasíðu skólans. Nemendur og foreldrar/forráðamenn þurfa að þekkja þessar reglur og heita því að fylgja þeim og staðfesta það með rafrænni undirritun. Bæði nemandinn og forráðamaður/foreldri þurfa að undirrita staðfestingu þessa rafrænt.

Foreldri/forráðamaður þarf að undirrita rafrænt skjal sem staðfestir fjárhagslega skuldbindingu gagnvart skólanum, mötuneytinu og heimavistinni.

Innritunarskilyrði

Forsendur innritunarreglna eru nýr, opinber matskvarði í grunnskólum þar nemendur hljóta hæfnieinkunnir í lok 10. bekkjar, þar sem eingöngu er notast við bókstafi.

Þessi kvarði er eins og hér má sjá:

Hæfni-
einkunn
Texti
AFramúrskarandi hæfni og frammistaða í námi
með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
B+Þessi einkunn þýðir að nemandinn er langt kominn með þá hæfni sem krafist er til að hljóta hæfnieinkunnina A.
BGóð hæfni og frammistaða í námi
með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs
C+Þessi einkunn þýðir að nemandinn er langt kominn með þá hæfni sem krafist er til að hljóta hæfnieinkunnina B.
CSæmileg hæfni og frammistaða í námi
með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
DHæfni og frammistöðu í námi ábótavant
með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

 

Innritun í Menntaskólann að Laugarvatni

Miðað er við að umsækjandi hafi náð hæfniviðmiðum í 4 námsgreinum: íslensku, ensku, stærðfræði og dönsku/norðurlandamáli, sem jafngilda B eða betra, en skólanum er heimilt að víkja lítillega frá þeirri reglu.

NámsgreinHæfnieinkunn
ÍslenskaB
EnskaB
StærðfræðiB
Danska (Norðurlandamál)B

 

Ef umsóknir eru fleiri en hægt er að verða við og þeir sem velja þarf á milli, reiknast  með svipaðar niðurstöður er litið til annarra þátta og má þar helst nefna: búsetu, skólasókn í grunnskóla, einkunnir í öðrum greinum og ef til vill viðbótargögn sem umsækjendur hafa valið að senda skólanum. Slík viðbótargögn gætu verið vegna þátttöku í félagsstarfi, persónuleg greinargerð eða annað sem umsækjandi óskar að koma á framfæri.

Menntaskólinn að Laugarvatni

Hafðu samband við ML

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólatúni 1
840 Laugarvatn

Upplýsingar

Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299

Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?