Skóli og staður

Skólinn

 

Menntaskólinn að Laugarvatni  er framhaldsskóli og heimvistarskóli, sem starfar eftir bekkjakerfi.  Nánast allir nemendur skólans dvelja á heimavist og kaupa fæði í mötuneyti skólans.  Tengsl nemenda innbyrðis og einnig við kennara og annað starfsfólk eru náin og persónuleg, og andrúmsloftið heimilislegt.

Við skólann eru starfræktar tvær bóknámsbrautir til stúdentsprófs, félags- og hugvísindabraut og náttúruvísindabraut.  Nám á bóknámsbrautunum tekur 3 ár og lýkur með stúdentsprófi.

Húsakostur Menntaskólans að Laugarvatni samanstendur að mestu af þremur húsum.  Þau eru skólahúsið sjálft og heimavistir skólans Nös og Kös.  Stærstur hluti starfsemi skólans fer fram í skólahúsinu, enda fer þar fram öll kennsla utan íþrótta.  Auk kennslurýmis er í húsinu bókasafn skólans, eldhús og borðsalur, þvottahús, félagsaðstaða, kennarastofa, skrifstofur og vinnustofur kennara.

 

Skólameistarar

Skólameistarar Menntaskólans að Laugarvatni hafa verið frá upphafi:

  • Sveinn Þórðarson   1953-1959  (í leyfi síðasta árið)
  • Ólafur Briem  1958-1960  (settur skólameistari)
  • Jóhann S. Hannesson  1960-1970
  • Kristinn Kristmundsson  1970-2002  (í leyfi síðasta árið)
  • Halldór Páll Halldórsson 2001-  (í leyfi)
  • Jóna Katrín Hilmarsdóttir 2020-2022 (settur skólameistari)

 

Staðurinn

Menntaskólinn að Laugarvatni stendur við Laugarvatn í Bláskógabyggð, en sveitarfélagið varð til við sameiningu þriggja hreppa árið 2002.  Aðeins er um klukkustundarakstur frá Laugarvatni á höfuðborgarsvæðið, stutt á ýmsa aðra þéttbýlisstaði og miklir merkisstaðir úr sögu þjóðarinnar eru í nánasta nágrenni.

Laugarvatn hefur mikla sérstöðu vegna þess skólasamfélags sem þróast hefur á staðnum lungann úr 20. öldinni.  Þéttbýli fór að myndast á Laugarvatni eftir að þar var byggður héraðsskóli árið 1928.  Þar er íþróttahús, sundlaug og gufubað. Á Laugarvatni er leikskóli og grunnskóli auk menntaskólans, Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ eru reknar á Laugarvatni og Háskóli Íslands starfrækir

Menntaskólinn að Laugarvatni

Hafðu samband við ML

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólatúni 1
840 Laugarvatn

Upplýsingar

Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299

Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?