Í áfanganum er unnið með hugmyndaheim fornbókmenntanna, frásagnalist og norræna goðafræði.  Snorra-Edda er lesin sem og valin eddukvæði. Lögð er áhersla á að setja efnið í menningarsögulegt samhengi og finna því stað í nútímanum. Nemendur fá þjálfun í að fjalla  um inntak  fornbókmenntanna á fjölbreyttan hátt, bæði skriflega og munnlega. Einnig fræðast nemendur um uppruna íslenskrar tungu og helstu atriði í málsögunni.  Þá fá nemendur þjálfun í meðferð heimilda og frágangi ritaðs máls. Markmið áfangans er ekki síst að nemendur öðlist aukinn orðaforða, kynnist fornbókmenntum og dýpki skilning sinn á íslenskri menningarsögu.

Námsgrein: 
Íslenska
Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Forkröfur: 
ÍSLE2MR05