Fyrstu dagarnir í skólanum er viðburðaríkir. Það er mörgu að kynnast og margt að upplifa, en eins og ávallt er námið í fyrsta sæti.

Mánudagur

Nýnemum er ætlað að mæta í skólann mánudag í nýnemaviku klukkan 13:00 og þá fá þeir, sem verða á heimavist, lykla að herbergjum sínum.

Í kjölfarið mæta foreldrar/forráðamenn og nýnemar á upplýsingafund með stjórnendum, námsráðgjafa og húsbónda á heimavist kl. 14:00.

Stjórn nemendafélagsins Mímis sýnir skólahúsnæðið og nágrenni skólans, ásamt því að kynna starfsemi nemendafélagsins og félagslíf innan skólans.

Þriðjudagur

Þriðjudagur í nýnemaviku er skipulagður þannig að fyrir hádegi munum við kynna nýnemum ýmislegt það sem er mikilvægt að þeir viti og kunni um námið, reglur og starf skólans. Eftir hádegið er síðan skipulögð dagskrá þar sem nýnemum gefst færi á að kynnast innbyrðis.

Nýnemar verða einu nemendurnir á svæðinu þar til síðdegis á þriðjudeginum, þegar þeir eldri fara að tínast á staðinn.

Miðvikudagur

Að morgni miðvikudagsins í nýnemaviku verður formleg skólasetning og kennsla hefst strax að henni lokinni.

Merkimiði: Nýnemar