Allir nemendur á heimavist hafa aðgang að þvottahúsþjónustu og greiða fyrir það grunngjald óháð því hvort þeir nýta sér þjónustuna eður ei. Öll notkun á þvottahúsþjónustunni er hinsvegar innifalin í heimavistargjaldi.

Leiðbeiningar í þvottahúsi

Þvottahúsið er staðsett í kjallar aðalbyggingar skólans.

Nemendur koma með óhreinan merktan þvott, með þvottanúmeri sem þeim er úthlutað, og flokka sjálfir í þar til gerða bala. Að jafnaði geta nemendur sótt hreinan þvottinn, samanbrotinn einum eða tveimur dögum síðar, í merktar þvottgrindur sínar. 
Þvottahúsið ber ekki ábyrgð á týndum eða skemmdum þvotti nema sannanlega sé það vegna handvammar starfsmanna eða bilaðra tækja. Nemendum ber að fylgjast með því að þvottanúmerin séu ávallt auðlesanleg á þvottinum.

  • Opnunartími þvottahús
  • Þvottanúmeri fær nemandi úthlutað við innritun í skólann í júní. Númerið er að finna í bréfi frá skólameistara en einnig er hægt að nálgast upplýsingar um þvottanúmer hjá skólaritara.