Tilkynna einelti, áreitni og ofbeldi

Tilkynna einelti, ofbeldi, kynferðislega áreitni eða kynbundið áreiti

Hér gefst kostur á að koma tilkynningu til skólans um einelti, ofbeldi, kynferðislega áreitni eða kynbundið áreiti.  Nóg er að um grun sé að ræða.

Aðrar góðar leiðir til að láta vita eru til dæmis að ræða við umsjónarkennara, skólameistara, náms- og starfsráðgjafa eða annað starfsfólk skólans sem viðkomandi treystir. Allar ábendingar eru kannaðar og brugðist við í samræmi við viðbragðsáætlun skólans sem má nálgast hér.

Ábendingar mega vera nafnlausar. Það getur þó auðveldað könnun máls ef það er að minnsta kosti tekið fram hverjir gætu veitt frekari upplýsingar. Þegar utanaðkomandi/þriðji aðili kemur með ábendingu um EKKO-mál eða ef nafnlausar ábendingar berast þá er byrjað á að ræða við meintan þolanda, eins og kemur fram í verklagsreglu um óformlega og formlega málsmeðferð.

Ef endurtekin atvik koma upp eða upplifunin er sú að ekki sé verið að vinna nægilega vel í málunum þá er sjálfsagt að senda tilkynningu aftur, eins oft og þurfa þykir.

Náms- og starfsráðgjafi tekur við tilkynningum sem berast hér.

 

Menntaskólinn að Laugarvatni

Hafðu samband við ML

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólatúni 1
840 Laugarvatn

Upplýsingar

Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299

Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?