studentsshufaBrautskráning stúdenta og skólaslit verða á laugardaginn kemur, 25. maí.  Hátíðardagskrá hefst í íþróttahúsinu kl. 14:00. Að henni lokinni er gestum boðið til kaffisamsætis í matsal skólans.

Það verða brautskráðir 36 stúdentar þessu sinni, ef að líkum lætur, 14 af félagsfræðibraut og 22 af náttúrufræðibraut.

Um kvöldið koma síðan júbílantar frá ýmsum tímum saman til hátíðarkvöldverðar, svo sem venja er.

-pms