Kynning1Í gær mættu nýnemar með foreldrum/forráðamönnum og funduðu með stjórnendum og starfsfólki um eitt og annað sem viðkemur því að hefja nám í ML. Nýju nemendurnir fengu síðan leiðsögn eldri nemenda um skólann og hinar ýmsu vistarverur hans.

Einmitt núna stendur hópurinn hér úti á túni í góða veðrinu og hlustar á leiðbeiningar vegna  ratleiks, sem Helga Kristín Sæbjörnsdóttir, íþrótta- og lífsleiknikennari hefur undirbúið og stýrir með dyggri aðstoð stjórnarmanna í Mími. Meira frá því síðar.

vs