Persónuverndarstefna ML

Menntaskólinn að Laugarvatni (ML) er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram hjá skólanum í skilningi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Persónuverndarstefna þessi er skrifuð með það að leiðarljósi að starfsfólk, nemendur og forráðamenn séu upplýstir um það hvernig skólinn vinnur með persónuupplýsingar svo að vinnslan fari eftir persónuverndarlögum.
Menntaskólinn að Laugarvatni er staðsettur á Skólatúni 1, 840 Laugarvatni. Sími skólans er 480 8800 og netfangið er ml@ml.is.

1. Ábyrgð og eftirlit

Skólameistari ber ábyrgð á að skólinn vinni í samræmi við lög og reglur og uppfylli þær kröfur sem eru gerðar varðandi vandaða meðferð persónuupplýsinga. Persónuverndarstefnan er endurskoðuð að lágmarki á tveggja ára fresti.  

Persónuverndarfulltrúi ML er Jón Páll Hilmarsson. Allar ábendingar, kvartanir og fyrirspurnir varðandi persónuvernd er beint personuvernd@ml.is 

Sjá nánar í skjali um Persónuverndarstefnu

2. Skráning persónuupplýsinga

ML safnar persónuupplýsingum til að geta uppfyllt skyldur sínar á grundvelli laga nr. 92/2008 sem gilda um framhaldsskóla og á grundvelli reglugerðar 230/2012 um nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum.

Sjá nánar í skjali um Persónuverndarstefnu.

3. Vinnsla persónuupplýsinga

Vinnslan er takmörkuð við meðalhóf og takmarkast við það sem nauðsynlegt er og viðeigandi til að ná því markmiði sem stefnt er að með vinnslunni.

Sjá nánar í skjali um Persónuverndarstefnu.

4. Myndir og myndbirtingar

Menntaskólinn að Laugarvatni notar myndir/myndbönd sem teknar eru af nemendum í fréttapistla, á
myndasíðu og á samfélagsmiðlum skólans af atburðum og ferðum á vegum skólans

Sjá nánar í skjali um Persónuverndarstefnu.

5. Réttindi hins skráða

Samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni á skráður einstaklingur ákveðin réttindi m.a.

  • Aðgangsrétt – Hinn skráði á rétt á að fá aðgang að og afrit af öllum persónuupplýsingum sem skólinn vinnur um hann. Komið getur til takmörkunar á þessum rétti t.d. vegna réttinda annarra sem vega þyngra eftir hagsmunamat.
  • Réttur til leiðréttingar – Ef skráðar hafa verið rangar upplýsingar, getur einstaklingur óskað eftir því að bætt verði við upplýsingum eða þær leiðréttar. Skoða þarf hvert mál fyrir sig og með hliðsjón af lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn þar sem opinberir framhaldsskólar eru skilaskyldir samkvæmt lögunum.
  • Rétt til takmörkunar á vinnslu eftir atvikum – Ef unnið er með persónuupplýsingar á grundvelli samþykkis, getur einstaklingur ávallt dregið það til baka

Sjá nánar í skjali um Persónuverndarstefnu.

6. Réttindi forsjáraðila

Aðgangur forsjáraðila að upplýsingum um námsframvindu ólögráða barna þeirra er veittur í vefkerfinu INNU.

Sjá nánar í skjali um Persónuverndarstefnu.

Menntaskólinn að Laugarvatni

Hafðu samband við ML

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólatúni 1
840 Laugarvatn

Upplýsingar

Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299

Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?