Nefndir og ráð

Á innri vef skólans er haldið utan um það hverjir sitja í viðkomandi nefndum og ráðum hverju sinni. Vanti nánari upplýsingar um það má spyrjast fyrir á ml@ml.is

Lögbundnar nefndir og ráð

Lögbundnar nefndir og ráð eru skipuð ár hvert í ML.

Mötuneytisráð

Hlutverk mötuneytisráðs er að ræða þau mál sem snerta þjónustu mötuneytisins við nemendur, kvartanir nemenda, skyldur nemenda gagnvart mötuneytinu s.s. umgengni, aðstöðu, áætlanir o.fl.

Mötuneytið er sjálfseignarstofnun rekin á svonefndum núllgrunni.  Dagleg stjórnun er í höndum matreiðslumeistara og sér hann m.a. um ráðningar starfsfólks, vörukaup og matreiðslu alla.  Gjaldkeri sér um greiðslu reikninga, launafgreiðslu, innheimtu og viðskiptamannabókhald.  Skólameistari er yfirmaður mötuneytisins í umboði skólanefndar.

Í mötuneytinu stendur nemendum og starfsfólki til boða hollur og góður mat, í samræmi við leiðbeiningar Landlæknisembættisins.

Mötuneytisráð skipa:

Skólameistari, skólafulltrúi, matreiðslumeistari, fjármálastjóri og jafnréttis- og skólaráðsfulltrúar (fulltrúar nemenda)

Neyðarstjórn

Hlutverk neyðarstjórnar er m.a. að stjórna viðbrögðum í skólanum og verkferlum þegar neyð kallar á, s.s. vegna jarðskjálfta eða annarskonar náttúruvár, stórbruna, hættulegra smitsjúkdóma, efnaslyss o.fl.

Neyðarstjórn skipa:

Skólameistari, áfangastjóri, öryggisfulltrúi skólans (umsjónarmaður fasteigna), öryggisfulltrúi starfsmanna og verkefnastjóri UT

Samstarfsnefnd

Samstarfsnefnd fjallar um stofnanasamning skv. kjarasamningi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og KÍ.  Samstarf stjórnunar skólans vegna stofnanasamninga BHM félaga og SFR félaga fer fram við fulltrúa viðkomandi stéttarfélaga.


Samstarfsnefnd skipa:

Skólameistari og tveir fulltrúar kennara.

Sjálfsmatsnefnd

Sjálfsmatsnefnd annast innra mat skólans. Sjálfsmatsnefnd starfar samkvæmt reglugerð og vinnur eftir sjálfsmatsáætlun. Nefndin útfærir og leggur fyrir kannanir meðal nemenda, útskrifaðra stúdenta, foreldra og starfsfólks.

 

Sjálfsmatsnefnd skipa:

Gæðastjóri, verkefnastjóri UT, fulltrúi kennara/starfsfólks, stallari og varastallari Mímis (fulltrúar nemenda) og formaður FOMEL (fulltrúin foreldra).

Skólanefnd

„Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.

Hlutverk skólanefndar er að:

  • marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf,
  • vera skólameistara til samráðs um námsframboð skóla,
  • staðfesta skólanámskrá að fenginni umsögn almenns skólafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,
  • veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar,
  • vera skólameistara til samráðs um fjárhæð þeirra gjalda sem skólameistari ákveður,
  • vera skólameistara til samráðs um samninga sem viðkomandi skóli gerir,
  • vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál,
  • veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara.“ (5. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008)

Skólanefnd skipa:

Aðalmenn skipaðir af ráðherra:
Gunnar Þorgeirsson, Ártanga
Bragi Bjarnason, Selfossi
Eydís Indriðadóttir, Hellu
Fanney Ólöf Lárusdóttir, Kirkjubæjarklaustri
Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ

Fyrir hönd skólans:
Skólameistari, áfangastjóri, skólaritari, fulltrúi kennara, fulltrúi nemenda (varastallari), fulltrúi foreldra (formaður FOMEL)
Varamenn:

Alda Pálsdóttir, Hveragerði
Daði Geir Samúelsson, Bryðjuholti
Eva Dögg Þorsteinsdóttir, Vík
Kristín Lárusdóttir, Syðri-Fljótum
Kristín Þórðardóttir, Hvolsvelli
Unnur Þöll Benediktsdóttir, Reykjavík

Skólaráð

Hlutverk skólaráðs er að vera skólameistara til aðstoðar og ráð­gjafar um stjórn skólans, fjallar um starfsáætlun skólans og fram­kvæmd hennar, fjalla um skólareglur, umgengnishætti í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda. Skólaráð veitir umsögn um erindi frá skólanefnd, almennum kennarafundi, nemendaráði, einstaklingum, skólameistara og mennta­málaráðuneytinu sé þess óskað. Í skólaráði er fjallað um mál sem varða einstaka nemendur. Með slík mál skal farið sem trúnaðarmál.

Skólaráð skipa:

Skólameistari, áfangastjóri, skólafulltrúi, tveir fulltrúar kennara og jafnréttis- og skólaráðsfulltrúar (fulltrúar nemenda).

Öryggisnefnd

Við skólann er öryggisvörður og öryggistrúnaðarmaður, sbr. lög nr. 46/1980 með síðari breytingum, en 5. grein þeirra laga segir:

Í fyrirtækjum, þar sem eru 10 starfsmenn eða fleiri, skal atvinnurekandi tilnefna einn aðila af sinni hálfu öryggisvörð og starfsmenn skulu tilnefna annan úr sínum hópi öryggistrúnaðarmann. Þeir skulu í samvinnu fylgjast með því, að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað séu í samræmi við lög þessi.

Nefndin fundar við upphaf vor- og haustannar, þ.e. að minnsta kosti tvisvar á ári en þá er einnig gengið um skólahúsnæðið. Skólinn setur sér ákveðin markmið varðandi öryggi og viðbúnað þar m.a. er fjallað um hvernig bregðast beri við skyndilegum áföllum.

Öryggisnefnd skipa:

Öryggisvörður, öryggistrúnaðarmaður, skólameistari og stallari mynda öryggisnefnd.

Verkefnastjórn og samráðsnefndir

Í ML eru ýmis verkefni í gangi og hér er yfirlit yfir þær nefndir sem fjalla um einstök verkefni.

Farsæld barna

Nánar má lesa um innleiðingu farsældarlaganna í ML hér

Tengiliður ML vegna farsældar barna:

Áslaug Harðardóttir

Forvarnarfulltrúi

Forvarnarfulltrúi

Verkefnastjóri Heilsueflandi framhaldsskóla er einnig forvarnarfulltrúi ML.

Heilsueflandi framhaldsskóli

Menntaskólinn að Laugarvatni hefur tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli frá árinu 2011.

Heilsueflandi framhaldsskóli er verkefni á vegum Embættis landlæknis og gengur út á að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni með það markmið að stuðla að vellíðan og auknum árangri nemenda og starfsfólks.  Verkefnið gerir framhaldsskólum kleift að marka stefnu, skerpa á aðgerðaráætlunum og forvörnum og mynda þannig ramma um forvarnir og heilsueflingu.

Stýrihópur verkefnisins heldur utan um starfið þessu tengt.


Verkefnastjóri Heilsueflandi framhaldsskóla í ML:

María Carmen Magnúsdóttir


Heilsueflandi framhaldsskóli í ML

Markmið verkefnisins í ML er að auka lífsgæði og bæta líðan nemenda og starfsmanna í skólanum með áherslu á samspil andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar líðan í nær- og fjærumhverfi skólans.

Höfuðáhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu , hreyfingu , geðrækt og lífsstíl.

Viðfangsefni á hverjum tíma og viðurkenningar sem hafa unnist eru:

  • Næring, skólaárið 2011 – 2012 – silfur
  • Hreyfing, skólaárið 2012 – 2013 – gull
  • Geðrækt, skólaárið 2013 – 2014 – gull
  • Lífsstíll, skólaárið 2014 – 2015 – gull

Vorið 2018 fékk Menntaskólinn að Laugarvatni Gulleplið, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi heilsueflingarstarf og er veitt árlega til einhvers af þeim skólum sem taka þátt í verkefninu.

Jafnréttisráð

Jafnréttisáætlun Menntaskólans að Laugarvatni byggist á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 150/2020. Það er stefna skólans að jafnréttismál séu virkur þáttur í starfsemi skólans. Jafnréttisráð beitir sér fyrir því að nemendafélagið MÍMIR hafi skýra jafnréttisstefnu og virka jafnréttisáætlun.

Jafnréttisfulltrúi ML:

Freyja Rós Haraldsdóttir 

Málnefnd

Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að virkni nemenda í lýðræðisþjóðfélagi og búa þá  undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Það er því stefna Menntaskólans að Laugarvatni að styðja nemendur í því að taka þátt í íslensku samfélagi í rituðu og mæltu máli á sem flestum sviðum. Málstefna Menntaskólans að Laugarvatni þjónar þessum markmiðum.  

Málnefnd skipa:

Skólameistari, gæðastjóri og íslenskukennari.

Málstefna ML er unnin og endurskoðuð af málnefnd.

Kynningarnefnd

Kynningarnefnd skipa:

Skólameistari stýrir kynningarmálum sem stendur

Skólameistari, námsráðgjafi, skólaritari, verkefnastjóri UT, vef- og markaðsfulltrúi Mímis.

Umhverfisnefnd

Hlutverk umhverfisnefndar er að huga að öllum þáttum sjálfbærni í skólanum og vinna áfram í anda grænfánaferkefnisins, en skólinn tók við grænfánanum, í byrjun september 2011.

Umhverfisnefnd skipa:

Kamil Lewandowski, formaður
Pálmi Hilmarsson, húsbóndi
Nemendur sem áhuga hafa á umhverfismálum

Allir nemendur eru boðnir hjartanlega velkomnir á fundi nefndarinnar. Þetta er staðurinn fyrir þá sem vilja breyta heiminum og byrja einhvers staðar. Hægt er að sjá á fundadagatali skólans hvenær fundir verða haldnir.

Skólinn er að sækja um nýjan Grænfána fyrir 2018 til 2020, en hér að neðan er áætlun Grænfánaverkefnissins fyrir þessi ár.

 

Félög í ML

Í ML eru nokkur félög starfandi 

Foreldraráð - FOMEL

Foreldrafélag ML (FOMEL) var stofnað þann 14. apríl  2011.  FOMEL starfar einnig sem foreldraráð ML.  Félagið er samstarfs- og samráðsvettvangur foreldra þeirra barna sem stunda nám við ML. Það hefur sýnt sig að það er jákvætt bæði fyrir börnin og skólastarfið að foreldrar þekkist og hafi samráð.

Foreldraráð og stjórn Foreldrafélags Menntaskólans að Laugarvatni

Formaður:Ágúst FriðrikssonSími: 770-0895
Ritari:Hildur Hjaltadóttir
Gjaldkeri:Birna Guðrún Jónsdóttir
Varamenn:Ragnhildur Sævarsdóttir Rakel Magnúsdóttir
Linda Dögg Sveinsdóttir

Netfang FOMEL er: fomel@ml.is

Facebook hópur FOMEL er: Foreldrar og aðstandendur nemenda Menntaskólans að Laugarvatni

 

Hinseginfélagið Yggdrasill

Tilgangur félagsins er að auka fræðslu um hinsegin málefni í skólanum og að veita hinsegin nemendum skólans stuðning.  

Formaður Hinseginfélagsins Yggdrasils ML: Melkorka Álfdís Hjartardóttir

Kennarafélag ML - KEMEL

Starfsmenn sem eru félagar í KÍ eru einnig félagar í Kennarafélagi ML.

Formaður Kennarafélags ML:  Jón Snæbjörnsson

Trúnaðarmaður: Vera Sólveig Ólafsdóttir

Nemendafélagið - MÍMIR

Stjórn Mímis samanstendur af 10 embættum, í sumum embættum eru tveir, sem gera 14 stjórnarmeðlimi samtals. Mímir heldur utan um margs konar tómstundarklúbba og sér um alls konar viðburði innan sem utan skólans.

Heimasíða Mímis

 

Stjórn Mímis skipa:

Stallari:

Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir

Íþróttaformenn:

Ásdís Helga Magnúsdóttir og Tómas Már Rossel Indriðason

Varastallari:

Eydís Lilja Einarsdóttir

Árshátíðarformenn:

Díana Dan Jónsdóttir og Stefanía Maren Jóhannsdóttir

Gjaldkeri:

Emma Ýr Friðriksdóttir

Tómstundaformaður:

Kjartan Brynjólfsson

Skólaráðs- og jafnréttisfulltrúar:

Ingunn Lilja Arnórsdóttir og Rakel Día Arnarsdóttir

Ritnefndarformaður:

Sæbjörg Erla Gunnarsdóttir

Skemmtinefndarformenn:

Guðjón Árnasson og Jakob Máni Ásgeirsson

Vef- og markaðsfulltrúi:

Iris Dröfn Rafnsdóttir

 

 

Nemendasamband ML - NEMEL

Nemendasamband Menntaskólans að Laugarvatni, eða NEMEL eins og það er oftast kallað, var stofnað þann 16. júní 1965.  Markmið félagsins er að efla kynni milli eldri og yngri stúdenta frá Laugarvatni, stuðla að vexti og viðgangi skólans og standa vörð um hagsmuni hans og sögu.

Nánar um NEMEL.

Starfsmannafélag ML – STAMEL

Starfsmannafélag Menntaskólans að Laugarvatni (STAMEL) er starfrækt í ML og eiga allir starfsmenn Menntaskólans að Laugarvatni kost á að ganga í félagið.  Markmið félagsins er að efla samstarf og samvinnu meðal starfsmanna ML og stuðla að auknum félagslegum samskiptum.

Formaður Starfsmannafélags ML: Karen Dögg Bryndísardóttir

Menntaskólinn að Laugarvatni

Hafðu samband við ML

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólatúni 1
840 Laugarvatn

Upplýsingar

Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299

Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?