Sóldögg Rán og Einar Trausti með eitt tækjanna sem keypt voru fyrir styrkinn.Skólinn fékk nú í haust úthlutað styrk úr samfélagssjóði Landsvirkjunar til eflingar á verklegri kennslu í eðlisfræði varðandi hagnýtingu vatnsorku. Sjá úthlutanir á heimasíðu sjóðsins:

http://www.landsvirkjun.is/samfelagogumhverfi/samfelagssjodur

Síðastliðinn vetur fóru nemendur í eldri bekkjum náttúrufræðideildar í námsferð í Sogsstöðvar Landsvirkjunar og er nú í haust stefnan sett á að heimsækja virkjanir á Þjórsár-Tungnaár svæðinu.  Hvar unnið verður áfram með náttúruauðlindir okkar og sjálfbæra nýtingu þeirra í nærumhverfi skólans.  

Styrkur Landsvirkjunar er góð viðbót við þá spennandi uppbyggingu í tækjabúnaði er á sér nú stað innan eðlisfræðistofu skólans.  

Stór pöntun var send til helsta framleiðanda tækjabúnaðar til verklegrar kennslu í eðlisfræði í byrjun sumars og barst pöntunin til okkar tímanlega í byrjun skólaárs (sjá mynd). 

Jón Snæbjörnsson, eðlisfræðikennari

nokkrar myndir