Í áfanganum er lögð áhersla á að efla alla færniþætti tungumálsins hjá nemendum, efla sjálfsöryggi þeirra í að tjá sig munnlega og skriflega um þá efnisþætti sem verið er að vinna með og þannig byggja upp sérhæfðan orðaforða. Áfram er lögð áhersla á að efla kunnáttu í námstækni tungumálanáms með áherslu á að nýta hjálpargögn á réttan hátt, vinna sjálfstætt og nota gagnrýna og skapandi hugsun. Nemendur kynnist danskri menningu og samfélagi með fjölbreyttum verkefnum í gegnum kvikmyndir, fjölmiðla, talað mál, lestur og hlustun. Aukin áhersla verður lögð á samstarf við danska skóla og að kynnast danska framhaldsskólakerfinu.
Námsgrein:
Danska
Þrep:
2. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
DANS2MO05