Nemendur lesa fjölbreytta texta, bæði fréttatexta, þar sem þeir kynnast Danmörku dagsins í dag, og einnig fræðilega og bókmenntalega texta svo þeir kynnist þeim arfi sem menning Dana hvílir á. Einnig er lögð áhersla á að kynna Danmörku í myndum og máli með dönskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og hlustun á fréttir og umræðuþætti í dönsku útvarpi. Nemendur vinna sjálfstætt að viðameiri verkefnum í formi kynninga og ritunarverkefna. Áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna og um leið skapandi hugsun. Nemendur eiga að geta komið kunnáttu sinni til skila í ræðu og riti. Lokaverkefni áfangans getur t.d. verið á formi heimildaritgerðar eða bókmenntaritgerðar, sem nemendur kynna í lok annarinnar.
Námsgrein:
Danska
Undanfari:
Enginn
Þrep:
2. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar