Í þessum áfanga er áhersla lögð á lestur og hlustun fjölbreyttra texta til að auka lesskilning og orðaforða. Nemendur vinna hlustunaræfingar í tengslum við lesna texta, kvikmyndir, samfélagsmiðla og þætti. Undirstöðuatriði danskrar málfræði eru rifjuð upp. Auk þess er lögð áhersla á hæfni- og leikniviðmið í málfræði fyrir framhaldsskóla. Mikil áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í munnlegri tjáningu og hlustun. Sérstökk áhersla er lögð á námstækni í tungumálanámi.

Námsgrein: 
Danska
Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Forkröfur: 
Engar