Meginviðfangsefnin eru rafsegulfræði, ljós, rafsvið og spenna, segulsvið og span, rafagnageislar en einnig kynning á sértæku afstæðiskenningunni og frumatriðum skammtakenningarinnar.
Efnisatriði eru m.a. bylgjur og sveiflur, lögmál Coulombs, rafsvið,samband spennu og rafsviðs, orkuþéttleiki rafsviðs, þéttir og hugtakið rýmd, afhleðsla í RC-rás, segulsvið og segulpólar, segulsvið umhverfis straumleiðara og í spólu. Laplace lögmálið um kraftverkun í segulsviði, segulflæði, lögmál Faradays um span, einnig seguldempun, sjálfspan, riðstraumsrafall, spennubreytir, Lorentskraftur og massagreinir. Afstæði tíma, lengdar, hraða og massa, ljóseindakenning Einsteins og línulitróf vetnis.
Námsgrein:
Eðlisfræði
Þrep:
3. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
EÐLI2GR05