Nemendur eru þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í efnafræði. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð á eigin námsframvindu. Farið verður í grunnþætti efnafræðinnar. Farið verður í hluti eins og skýrslugerð, hrein efni,  efnablöndur, eiginleikar efna, efnatákn, mól hugtakið, lotukerfið og hlutföll í efnajöfnum.

Námsgrein: 
Efnafræði
Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Forkröfur: 
Engar