Markmið áfangans er að efla menningarvitund nemenda með því að þjálfa þá í að tjá sig um eigin samfélag og menningarheim á ensku. Lesin eru klassísk bókmenntaverk á enskri tungu og nemendur þjálfaðir í að rýna í bókmenntatexta og ræða umfjöllunarefni verkanna út frá eigin reynslu og skilningi.  Einnig er það markmið áfangans að nemendur bæti markvisst við orðaforða sinn, með áherslu á akademískan orðaforða og öðlist þar að auki dýpri skilning á flóknari málfræði enskrar tungu. Farið er yfir grundvallaratriði í ritun texta af ýmsum toga og nemendur æfa sig í nýtingu þeirra með hliðsjón af orðaforðanum sem farið er yfir í áfanganum.

Námsgrein: 
Enska
Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Forkröfur: 
ENSK2OM05