Markmið áfangans er að nemendur auki við og æfi frekar þá málfræðiþekkingu sem þeir öðluðust í grunnskóla, ásamt ríkri áherslu sem lögð er á aukinn orðaforða. Nemendur kynnast menningu og málfari mismunandi enskumælandi svæða. Margvíslegar greinar og bókmenntir tengdar þessum menningarsvæðum eru teknar fyrir til lestrar og umræðu. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum; hvort sem er í einstaklings- eða hópavinnu.  Unnið er með samskiptafærni í ræðu og riti, þar sem nemendur beita tungumálinu fyrir sig á skipulegan hátt.  Lögð er áhersla á að nemendur öðlist færni í að færa rök fyrir máli sínu og séu færir um að skrifa texta af ýmsum toga.

Námsgrein: 
Enska
Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Forkröfur: 
Engar