Nemendur þjálfa sig í notkun fræðilegan orðaforða. Þeir velja sér efni sem tengist grein á viðkomandi námsbraut og sem þeir hafa sérstakan áhuga á og sem þeir stefna mögulega á í framhaldsnámi, í hugvísindum eða náttúruvísindum, og einbeita sér að henni. Mikil áhersla er lögð á að velja og vinna úr fræðilegum heimildum. Samhliða þessari vinnu eru lesinbókmenntaverk og verkefni unnin í tengslum við það. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur öðlist færni í að greina mismunandi tímabil bókmenntasögunnar út frá þeim verkum sem lesin eru. Áfanginn er sniðinn sérstaklega að hverri braut skólans og því er áherslumunur á áfanganum á milli brauta.
Námsgrein:
Enska
Þrep:
3. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
ENSK2AO05