Markmið áfangans er að nemendur vinni kerfisbundið að undirbúningi fyrirhugaðs náms á háskólastigi. Nemendur vinna með þá tækni og þau vinnubrögð sem kennd hafa verið í fyrri áföngum og það er ætlast til að þeir skili verkefnum af ýmsu tagi í tengslum við umfjöllunarefnið; þá vinna þeir
með rannsóknir og greinar sem tengjast faginu, tileinka sér orðaforða innan fagsins þannig að þeirverði færir um að fræða aðra um fagið í ræðu og riti. Einnig er unnið með bókmenntaverk sem tengjast ákveðnum málsvæðum og/eða sögulegum viðburðum í sögu enskunnar. Í tengslum við
bókmenntalið áfangans er lögð áhersla á að nemendur vinni sérstaklega með ritun og tjáningu. Áfanginn er sniðinn sérstaklega að hverri braut skólans og er því áherslumunur á milli brauta.
Námsgrein:
Enska
Þrep:
3. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
ENSK3SD05