Í áfanganum er félagsfræðin kynnt sem fræðigrein, eðli hennar, saga og þróun félagsvísinda. Fjallað er um samfélagið í ljósi þeirra áhrifa sem það hefur á einstaklinginn og líf hans. Helstu viðfangsefni félagsfræðinnar eru kynnt og nemendur læra að beita félagsfræðilegum hugtökum. Grunneiningar samfélagsins eru skoðaðar út frá sjónarhorni félagsvísinda og lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu nær og fjær svo að þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Umræður varða meðal annars þróun samfélaga, menningu, lagskiptingu, atvinnulíf, trú, fjölmiðla, stjórnmála, kynhlutverka og fordóma í félagsfræðilegu ljósi. Nemendur kynnast einnig rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar.
Námsgrein:
Félagsfræði
Þrep:
1. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
Engar