Í áfanganum er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar og rannsóknaraðferðir greinarinnar. Tengsl einstaklinga og samfélags eru skoðuð og greind í ljósi ólíkra kenninga. Í áfanganum er farið yfir vítt svið félagsfræðinnar og nemendur fá þjálfun í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni. Bornar eru saman eigindlegar og megindlegar rannsóknir og tengsl þeirra við kenningar. Nemendur fá þjálfun í að beita rannsóknaraðferðum og fylgja vísindalegu rannsóknarferli þar sem áhersla er lögð á aðferðarfræðileg og siðferðisleg vandamál sem tengjast rannsóknum í félagsvísindum. Meginmarkmið áfangans er að auka áhuga, þekkingu og skilning nemenda á kenningum og rannsóknaraðferðum, til þess að þeir verði færir um að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísindamanna og beita þeim í nokkrum mæli.

Námsgrein: 
Félagsfræði
Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Forkröfur: 
Inngangur að félagsvísindum eða sambærilegum áfanga á 1 þrepi. Grunnáfangi í tölfræði - lokið eða unnið samhliða.