Í stjórnmálafræði er fjallað um grunnhugtök eins og hagsmuni, stjórnarskrá, þrískiptingu valds og fjórða valdið, lýðræði og mannréttindi. Rýnt er í ólíkar hugmyndir um vald og hvernig hægt er að hafa áhrif í samfélaginu.
Helstu stjórnmálastefnur, hugmyndafræði og átakalínur eru kynntar og greindar. Í því samhengi er meðal annars komið inn á jafnréttismál, umhverfismál og stéttskiptingu. Unnið er með „vinstri-hægri“ kvarðann og lagt mat á þær út frá afstöðu þeirra til breytinga og gilda. Fjallað er um alþjóðavæðingu, einkenni hennar og möguleg áhrif á stjórnmál framtíðarinnar. Loks er fjallað sérstaklega um íslensk stjórnmál og stjórnmálaflokka.
Námsgrein:
Félagsfræði
Þrep:
3. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
FÉLA1AA05. FÉLA2KR05 og/eða SAGA2MN05