Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Áfram er lögð áhersla á að efla menningarvitund nemenda og staðháttum og siðum frönskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna og áhersla lögð á viðeigandi samskiptavenjur. Nemendur eru áfram þjálfaðir í færniþáttunum tali, hlustun og ritun og jafnframt eru gerðar meiri kröfur um að þeir tileinki sér fjölbreyttan orðaforða með lestri lengri texta. Ný málfræðiatriði eru tekin fyrir.
Gerðar eru meiri kröfur um sjálfstæð vinnubrögð nemanda og árangursríka námstækni.
Námsgrein:
Franska
Þrep:
2. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
FRAN1FB05