Í heimspekinni þjálfast hugsun og samskipti. Gagnrýnin hugsun og víðsýni. Markmiðið er að nemendur verði meðvitaðir um eðli og gildi heimspekinnar og hvernig má beita henni í ólíku samhengi. Komi auga á heimspekilegar áherslur og álitamál í raunveruleikanum og menningunni, t.d. kvikmyndum. Það er oft fróðlegt að kynna sér hugmyndir þekktra spekinga, en jafnframt mikilsvert að nemendur geti sjálfir myndað sér rökstuddar skoðanir og rætt málefni og heimspekileg álitaefni á upplýstan hátt. Nemendur bæði læra um heimspeki og æfa sig í að ástunda sjálf heimspeki, m.a. með samræðu, í minni og stærri hópum. Kennslubókin fer um vítt svið en það er að nokkru leiti undir nemendum og kennara komið hvar verður staldrað við. Ásamt heimspekinni verður farið í að rannsaka hvað félagsfræðin hefur upp á að bjóða.

Það má segja að ekkert mannlegt sé félagsfræðinni óviðkomandi. Félagsfræðin veltir fyrir sér samfélaginu og er stöðugt á hreyfingu og aldrei í sögunni á meiri hraða en nú um stundir. Sem dæmi má taka þær breytingar sem orðið hafa á félagsháttum með tilkomu samfélagsmiðla en þeim má líkja við byltingu. Umhverfismálin eru knýjandi og neyða okkur til nýrra lausna á mörgum verkefnum, stórum og smáum.

Námsgrein: 
Heimspeki
Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Forkröfur: 
Engar