Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á helstu heimspekikenningum sem hafa mótað viðhorf mannsins til siðferðis, frelsis, guðs og eðli heimsins í kringum hann. Yfirlit yfir valdar undirgreinar heimspekinnar; sérstaklega siðfræði, rökfræði, þekkingarfræði, auk vísindaheimspeki og fagurfræði. Markmiðið er að nemendur verði meðvitaðir um eðli og gildi heimspekinnar og hvernig má beita henni í ólíku samhengi. Komi auga á heimspekilegar áherslur og álitamál í raunveruleikanum og menningunni, t.d. kvikmyndum. Nemendur læra um hugmyndir nokkurra þekktustu heimspekinga sögunnar. Jafnframt eru þeir hvattir til að mynda sér sjálfstæðar, rökstuddar skoðanir. Í heimspekinni þjálfast samskipti, gagnrýnin hugsun, sjálfstæði og víðsýni.
Námsgrein:
Heimspeki
Þrep:
2. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
Engar