Í áfanganum er lagt upp með að nemendur efli málnotkun sína, ritun, lesskilning og framsögn. Nemendur fá þjálfun í byggingu málsgreina, efnisgreina og lengri ritsmíða sem og í meðferð heimilda. Einnig kynnast nemendur og fá þjálfun í notkun málhjálpartækja s.s. orðabóka og ýmissa málforrita. Þá kynnast nemendur grunnreglum í stafsetningu og málfræði og grunnhugtökum í bókmenntafræði. Lesnir eru fjölbreyttir nytjatextar og skáldverk. Nemendur fá þjálfun í því að greina inntak og aðalatriði nytjatexta og bókmenntaverka, túlka, draga ályktanir og setja fram og rökstyðja skoðanir sínar. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni í ræðu og riti, gagnrýnin sem og skapandi.
Námsgrein:
Íslenska
Þrep:
2. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
Engar