Í áfanganum er unnið með vítt tímabil í íslenskri bókmenntasögu og kynnast nemendur helstu straumum frá síðmiðöldum til rómantíkur. Brennu-Njáls saga er lesin í heild sinni og önnur valin bókmenntadæmi frá tímabilinu.   Lögð er áhersla á að setja verkin í menningarsögulegt samhengi og ekki síst í samhengi við nútímann. Þá fá nemendur þjálfun í að setja fram rökstuddar skoðanir sínar á bókmenntunum og fjalla gagnrýnið um inntak þeirra á fjölbreyttan hátt, bæði skriflega og munnlega. Markmið áfangans er ekki síst að nemendur dýpki orðaforða sinn og skilning á bókmenntum og íslenskri menningarsögu og efli gagnrýna hugsun.

Námsgrein: 
Íslenska
Þrep: 
3. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Forkröfur: 
ÍSLE2GE05