Í áfanganum er lögð áhersla á bókmenntatexta og reynt að höfða til hvers og eins nemanda. Þá verða afþreyingarbókmenntir jafnt sem heimsbókmenntir kynntar og skoðaðar. Áfram er unnið með bókmenntafræðihugtök. Nemendur lesa kjörbækur að eigin vali og skoða margvíslega texta. Áfram eru nemendur þjálfaðir í ritun og lestri og áhersla lögð á greiningu og gagnrýna hugsun. Þá fá nemendur að spreyta sig á skapandi skrifum, undir handleiðslu sem og frjálst.

Námsgrein: 
Íslenska
Þrep: 
3. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Forkröfur: 
ÍSLE3RD05