Í áfanganum er viðfangsefnið íslensk bókmenntasaga frá miðbiki 20. aldar til dagsins í dag. Nemendur kynnast helstu straumum og stefnum tímabilsins og lesa eina veglega nútímaskáldsögu auk annarra valinna verka frá tímabilinu og/eða brota úr verkum. Þá fá nemendur þjálfun í að setja fram rökstuddar skoðanir sínar á bókmenntum og fjalla gagnrýnið um inntak þeirra á fjölbreyttan hátt. Nemendur lesa fræðigreinar sem tengjast efninu og skrifa heimildaritgerð.
Námsgrein:
Íslenska
Þrep:
3. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
ÍSLE3ÍR05