Nemandi fær úthlutað námsefni af kórstjóra er hæfir viðfangsefninu. Viðfangsefnin eru margbreytileg og unnið er með tónlist af mismunandi stíltegundum. Á hverju ári eru að minnsta kosti tvennir tónleikar og æfingabúðir, en auk þess kemur kórinn fram við brautskráningu að vori.  Nemanda ber að kaupa kórmöppu og halda vel utan um þær nótur sem þeim er úthlutað.

Þrep: 
1. þrep
Einingafjöldi: 
3 einingar
Forkröfur: 
KÓRS1BB03
Valáfangi: 
Kór