Í áfanganum eru staðalímyndir og staða kynjanna á ýmsum sviðum samfélagsins skoðuð út frá kenningum félagsvísinda. Nemendur fá tækifæri til þess að setja upp hin svokölluðu kynjagleraugu þar sem skoðuð eru valdatengsl kynja og kynhlutverka. Í Kynjafræði er þannig nýju ljósi varpað á viðfangsefni sem margir skynja sem algildan sannleika eða hlutlausa sýn á heiminn. Markmið kynjafræðinnar er almennt að vinna að auknu jafnrétti en jafnréttismál varðar okkur öll í samfélaginu og er kynferði eitt af því sem skapar margbreytileika mannlífsins líkt og ýmsar aðrar breytur eins og aldur, kynhneigð, stétt, kynþáttur og fleira. Markmiðið er að skoða hvernig kynhlutverkin skarast á við þessa þætti og vekja nemendur til meðvitundar um réttindi sín hvað varðar jafnréttismál. Nemendur læra að beita hugtökum kynjafræðinnar og skoða málefni eins og klám, klámvæðingu og ofbeldi. Nám og kennsla fer meðal annars fram með fyrirlestrum, umræðum og fjölbreyttum hóp- og einstaklingsverkefnum. Þátttaka nemenda er því lykilatriði í öllu náminu.
Námsgrein:
Kynjafræði
Þrep:
1. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
Engar