Í þessum áfanga er fjallað um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Fjallað er um kortagerð, grunnhugtök lýðfræðinnar, íbúasamsetningu mismunandi þjóðfélagsgerða og vandamál sem tengjast fólksfjölgun og fólksflutningum og breytingum á búsetumynstri. Farið er í áhrif manna á vistkerfið og afleiðingar ósjálfbærrar auðlindanýtingar. Einnig er fjallað um gerð og byggingu jarðarinnar og þau öfl sem móta landið. Áhersla er lögð á verkefnavinnu. Nemendur munu bæði vinna einstaklingsverkefni og í hópum og eru virkjuð í temja sér góða upplýsingaöflun með margs konar miðlum úr fjölbreyttum heimildum. Ýtt er undir gagnrýna hugsun til að átta sig á gæðum heimilda.
Námsgrein:
Landafræði
Þrep:
2. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
Engar