Í áfanganum er unnið að því að nemendur séu vel í stakk búnir til að marka sér framtíð og bera ábyrgð á þeirri leið sem þeir kjósa eftir að Menntaskólanum að Laugarvatni sleppir. Kenndar eru leiðir til að efla sjálfsþekkingu og að taka ákvarðanir á yfirvegaðan hátt. Áhersla er lögð á að nemendur séu meðvitaðir um þá óþrjótandi möguleika sem í boði eru í framhaldsnámi hérlendis og erlendis og að þeir þekki leiðir til að afla upplýsinga á þessu sviði. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir samhengi menntakerfis og vinnumarkaðar og þekki nokkur einkenni íslensks vinnumarkaðar.
Námsgrein:
Lífsleikni
Þrep:
1. þrep
Einingafjöldi:
1 eining
Forkröfur:
Engin