Í áfanganum vinna nemendur lokaverkefni að eigin vali sem byggir á fræðilegri þekkingu á ákveðnu námssviði/áhugasviði nemandans. Hægt er að útfæra verkefnin á ýmsan hátt, til dæmis með ritgerð, rannsókn, tónlistarverki, stuttmynd, nýsköpun eða vefsíðu. Verkefni sem byggir á sköpun (stuttmynd, tónlist og svo framvegis) þarf að skila með skýrslu sem byggir á fræðilegri greinargerð með viðeigandi heimildanotkun um viðfangsefnið ásamt hugmyndinni á bakvið verkið. Hugmyndina skal útfæra undir verkstjórn kennara. 

Lokaverkefnið er einstaklingverkefni þar sem áhersla er á ábyrgð, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð. Hver nemandi fær úthlutað leiðbeinanda sér til stuðnings og skilgreinir verkefnið með honum. Ætlast er til að nemendur nýti fyrri þekkingu og skilning við úrvinnslu efnisins. Ávallt skal nota heimildir sér til stuðnings. Nemendur fá kennslu í heimildanotkun og fræðilegum vinnubrögðum sem tengjast því.   Nemendur kynna verkefni sín á málstofu í lok annar. 

Námsgrein: 
Lokaverkefni
Þrep: 
3. þrep
Einingafjöldi: 
4 einingar
Forkröfur: 
Engar