Þriðjudagur í nýnemaviku er skipulagður þannig að fyrir hádegi munum við kynna nýnemum ýmislegt það sem er mikilvægt að þeir viti og kunni um námið, reglur og starf skólans. Eftir hádegið er síðan skipulögð dagskrá þar sem ykkur nýnemum gefst færi á að kynnast innbyrðis.
Nýnemar verða einu nemendurnir á svæðinu þar til síðdegis á þriðjudeginum, þegar þeir eldri fara að tínast á staðinn.