Upphaf mannkyns og saga menningarsamfélaga frá fornöld til loka 18. aldar, með áherslu á áhrif á sögu og menningu Íslendinga.  Upphaf mannsins og þróun menningarsamfélaga. Menning og saga Forn-Grikkja og Rómaveldis. Miðaldir í Evrópu, víkingaöld og landnám Íslands, þróun samfélags á Íslandi á miðöldum. Endurreisn, landafundir, siðskipti og breytingar sem urðu í heiminum í byrjun nýaldar. Upplýsingastefnan og upphaf nútímaþjóðfélags, samfélagsórói og byltingar í lok 18. aldar.      Markvisst skal unnið að því að kynna fyrir nemendum mismunandi tegundir heimilda og þjálfa þá í notkun þeirra og einfaldri framsetningu efnis. Lögð er áhersla á að sýna fram á hvernig sagan birtist nemendum í nútímanum.

Námsgrein: 
Saga
Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Forkröfur: 
Engar