Menningar- og listasaga með áherslu á uppruna og þróun vestrænnar menningar. Fjallað um menningu fornaldar frá tímum Forngrikkja og Rómverja, upphaf og þróun kristinnar menningar á miðöldum og áhersla lögð á tengsl  þeirra við menningu nútímans. Helstu birtingarform listar og menningar gerð skil, einkum myndlistar, byggingalistar og tónlistar. Áhersla er lögð á ólíka þætti menningar í daglegu lífi einstaklinga og samspil menningar, trúarbragða, umhverfis og þjóðfélagsgerðar.

Námsgrein: 
Saga
Þrep: 
3. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Forkröfur: 
SAGA2FR05 og SAGA2MN05