Þetta er grunnáfangi í sálfræði og ætlaður til að kynna nemendum fræðigreinina sálfræði, eðli hennar sögu og þróun. Helstu sálfræðistefnur eru kynntar og grunnhugtök. Þá er fjallað um starfssvið sálfræðinga og helstu undirgreinar. Nemendur kynnast rannsóknaraðferðum sálfræðinnar bæði bóklega og verklega. Fjallað er sérstaklega um námssálfræði, bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt og nemendur læra um mismunandi tegundir náms og minnisaðferðir. Fjallað er um samspil hugsunar, hegðunar og tilfinninga, sjálfsmynd, mannleg samskipti, þróun náinna sambanda og almennt um mannlegt eðli.

Námsgrein: 
Sálfræði
Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Forkröfur: 
Engar