Skóladagatalið er birt á heimasíðu skólans og er sá rammi sem skólastarfið fellur innan. Skóladagatalið er bindandi fyrir starfstíma nemenda. Skólinn veitir ekki tilhliðrun á skilgreindum námsmatstíma, t.d. vegna utanlandsferðar með fjölskyldu.
Á skóladagatali er hægt að nálgast helstu dagsetningar skólaársins og er gott fyrir nemendur að skoða það reglulega til að glöggva sig á skólastarfinu.