Áfanginn er byrjunaráfangi og áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur fá innsýn í menningu og staðhætti á þýska málsvæðinu og kynnast samskiptavenjum og siðum. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í öllum málfærniþáttum: tali, hlustun, ritun og lesskilningi. Áhersla er lögð á framburð, grunnatriði málnotkunar og uppbyggingu orðaforða sem tengist nemandanum og hans nánasta umhverfi. Nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum og tileinki sér árangursríka námstækni.
Námsgrein:
Þýska
Þrep:
1. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
Engar