Helstu atriði ÞÝSK1ÞA05 eru rifjuð upp um leið og bætt er við orðaforða og málfræði. Áhersla er lögð á að þjálfa áfram alla málfærniþætti: munnlega og skiflega tjáningu, hlustun og lesskilning. Unnið er með orðaforða sem tengist m.a. nánasta umhverfi nemandans, daglegum athöfnum og ferðalögum. Ný málfræðatriði eru æfð. Menningu og staðháttum þýskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna m.a. í gegnum lestur viðeigandi texta sem varpa ljósi á daglegt líf. Gerðar eru kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og árangursríka námstækni.
Námsgrein:
Þýska
Þrep:
1. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
ÞÝSK1ÞA05