Í áfanganum er lögð áhersla á ferðamennsku og útbúnað sem gott er að hafa við höndina þegar ferðast er. Farið verður í mikilvægi klæðnaðar í útivist hvort sem um ræðir vetrarferðamennsku eða gönguferðir að sumri. Farið verður í eina lengri gögnuferð þar sem gist er í skála og eina myrkragöngu þar sem nemendur ganga í skógi með höfuðljós og nesti. Þá fara nemendur einnig í eina dagsferð á kanó.
Þrep:
1. þrep
Einingafjöldi:
2 einingar
Forkröfur:
Engar
Valáfangi:
Útivist