Nemendur fá kynningu á útivist sem hægt að stunda á veturna og vorin. ásamt kynningu á nærumhverfi skólans. Farið verður í nokkrar ferðir í nágrenni skólans þar sem útivist og umhverfislæsi er fléttað saman. Nemendur læra hvernig best er að búa sig undir ferðir og hvernig best er að stunda útivist á vorin þegar breytingar á náttúrunni eru miklar. 

Nemendur fara á gönguskíði og svigskíði ef veður leyfir, göngur og fuglaskoðun. Vonandi gefst okkur kostur á skautaiðkun og veiði á frosnu Laugarvatninu. Þegar sólin hækkar á lofti og hitastigið með ætlum við að æfa okkur í að róa á bátum og brettum á vatninu.

Þrep: 
1. þrep
Einingafjöldi: 
2 einingar
Forkröfur: 
ÚTIV1FB02
Valáfangi: 
Útivist