Í áfanganum er lögð áhersla á lestur korta og notkun áttavita, taka punkta og kennslu á GPS tæki. Þá þurfa nemendur að læra grundvallarþætti er varða notkun á útivistarbúnaði, svo sem bakpoka, tjöld, svefnpoka, prímus, klifurbúnað og annað sem fellur til útivistar. Nemendur fara í tvær ferðir, eina tjaldferð og svo dagsferð þar sem lögð er áhersla á rötun. Einnig fara nemendur í eina klifurferð.
Þrep:
2. þrep
Einingafjöldi:
2 einingar
Forkröfur:
ÚTIV1FS02
Valáfangi:
Útivist