Í áfanganum er lögð áhersla á vetrarferðamennsku og hvernig undirbúningi fyrir útivist að vetri er háttað. Nemendur fá að kynnast ísklifri og mikilvægum öryggisþáttum er það varðar. Nemendur læra einnig grunnöryggisþætti almennrar vetrarferðamennsku líkt og lestur veðurkorta, snjóflóðavarnir og fleira. Farið er í þrjár ferðir að vetrinum í takt við viðfangsefnið hverju sinni.

Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
2 einingar
Forkröfur: 
ÚTIV2FR02
Valáfangi: 
Útivist