Áfanganum er skipt upp í tvo hluta þar sem nemendur kynnast annars vegar grunninum af lögfræði og svo hins vegar snert á viðskiptafræði. Ekki gefst tími til að kafa djúp í hvora fræðigreinina en lagt er upp úr því að námið sé hagnýtt og áhugavert fyrir nemendur. Nemendur ættu að fá tilfinningu fyrir fræðunum og forsendur til að kynna sér málin nánar, eftir eigin þörfum og áhuga.

Fjallað er um aðferðafræði og mikilvæg grundvallarhugtök lögfræðinnar. Nemendur þjálfast í að lesa lög og skilja réttarfar og dómstólaskipan á Íslandi. Stjórnarskráin verður skoðuð og þrískipting ríkisvaldsins. Einnig mun meðferð einkamála útskýrð og grunnreglur einkamálaréttarfarsins. Umfjöllun um meðferð mála hjá stjórnsýsluaðilum, til dæmis með tilliti til valdheimilda. Rýnt er í nokkur ólík svið lögfræðinnar. Í viðskiptahluta áfangans verður fjallað um rekstrarhagfræði og helstu grunnatriði í reksti fyrirtækja. Farið verður í áætlanagerð, markaðssetningu, fjármál fyrritækja og lagaumhverfi. Komið verður stuttlega inn á helstu atriði þjóðhagfræðinnar. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi. Við munum líta á þætti hagfræðinnar til að ýta undir fréttalæsi og eflir almennan skilning á þjóðfélagsmálum. Dæmi um hugtök sem er gott að hafa grunnskilning á eru: framleiðsla, fjármagnstekjur, viðskiptaáætlanir, verðbólga, verðmyndun, stýrivextir, verg þjóðarframleiðsla, hagvöxtur, viðskiptajöfnuður og gengi gjaldmiðla.

Námsgrein: 
Viðskipta og lögfræði
Þrep: 
2. þrep
Einingafjöldi: 
5 einingar
Forkröfur: 
Engar