Systkinahópurinn á síðastliðnum vetriUndanfarin ár höfum við tekið saman upplýsingar um fjölda systkina í skólanum. Þetta hefur nú aðallega verið gert til gamans, en einnig vegna þess, að það skiptir máli í tengslum við dvalarkostnað í skólanum og vegna þess að okkur finnst fjöldi systkina veita vísbendingu um hvernig skólinn stendur sig.

Samantektin nú leiðir í ljós, að 32 nemendur eiga systkin í skólanum, en á sama tíma í fyrra voru þeir 36. Þarna teljum við ekki vera marktækan mun.

Það er áhugavert að sjá, að af þessum hópi stunda 23 nám á náttúrufræðibraut, þar af eiga 9 nemendur í 4. bekk náttúrufræðibrautar nú, systkin í neðri bekkjum.  Ekki verður hér gerð tilraun til að skýra þann umtalsverða mun sem er þarna á milli brauta.

Af systkinapörunum 16 er 3 bræðrapör og 2 systrapör. Ekki er sjáanlegt að systkin komi frekar frá einu landssvæði en öðru, enda má nú segja, að það sé aukaatriði…..

pms