solheimaferd2F05Síðastliðinn föstudag lagði 2. bekkur félagsfræðibrautar leið sína að Sólheimum í Grímsnesi til að kynna sér Sesseljuhús, sem er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um sjálfbærar byggingar. Heimsóknin var hluti af náttúruvísindaáfanga bekkjarins og kennarinn er Heiða Gehringer. 

Í Sesseljuhúsi fræddist hópurinn um endurnýjanlega orku og sjálfbærni. Hópurinn skoðaði einnig tvær smiðjur á Sólheimum í skemmtilegri og fræðandi ferð.

pms 

myndir