Síðasta vika hér í ML var tileinkuð hinsegin málefnum. Nemendur í kynjafræði sáu um að halda utan um það. Skólinn var skreyttur með blöðrum, fánum og plakötum þar sem hinn ýmsan fróðleik mátti finna. En nemendur fengu einmitt fræðslu frá samtökunum 78 áður en hinsegin vikan gekk í garð. Stéttin var krítuð í marglitum og hinsegin fáninn var dregin að húni. En hugmyndin á bakvið verkefnið er ekki síst að hafa gleðina í fyrirrúmi og auka sýnileika hinsegin málefna en þannig sköpum við meðal annars öruggt umhverfi fyrir hinsegin nemendur og fögnum fjölbreytileikanum.

Óhætt er að segja að nemendur stóðu sig vel og skólinn var litríkur sem aldrei fyrr.

Við látum fylgja hér myndir sem tala sínu máli.

Karen Dögg, félagsvísindakennari.